Andvari - 01.01.1918, Qupperneq 37
Andvari.]
Tryggvi Gunnarsson.
XXXIII
handaverk; það var hans mesta yndi að dvelja þar
sem mest á sumrin, og enginn dagur mun svo hafa
liðið að sumrinu til, að hann kæmi ekki í garðinn
sinn. Og hans fyrsta ganga (honum var reyndar
ekið), þegar hann gat farið út, eptir að hann var
orðinn haldinn af banvænum sjúkdómi, var í garð-
inn. Ósk hans að fá að hvíla þar var því næsta
eðlileg, enda liggja bein hans þar, og minnisvarðarn-
ir, ótal trje, alt í kring um hann.
Eitt mál var það, sem Tryggvi Gunnarsson vakti
fyrstur athygli á á íslandi, og var eitt hans mesta á-
hugamál til dauðadags, og jafnvel eptir hann, var
dýraverndun. Án aflláts og hvar sem hann gat kom-
ið því að, prjedilcaði liann mannúð og miskun við
dýrin. Frá 1885 gaf Þjóðvinafjelagið út Dýravininn,
alls 16 hefti. Er það ágæt bók, og ætti að vera til
á hverju einasta heimili, og börnum kent að lesa i
henni. Sjálfur ritaði Tryggvi talsvert í ritið. Hann
stofnaði og dýraverndunarfjelag íslands, og var for-
maður þess til dauðadags, og í erfðaskrá sinni gaf
hann fjelaginu allar éigur sínar. Það er því rjettmætt
og vel sagt af Þorsteini skáldi Erlingssyni í kvæði,
er hann orti til Tryggva á sjötugs afmæli hans:
»Og mannúö pinni mæt var þeirra sæla,
sem mega líða, þegja’ og hugsa um sitt;
og það er víst, ef dýrin mættu mæla,
þá mundi verða blessað nafnið þitt«.
Tryggvi var einn af aðalstoínendum Þjóðvinafje-
lagsins, og forseti þess nálega alt af, frá þvíJónSig-
urðsson leið, til dauðadags. Að bókum þeim, sem
fjelagið gaf úl, vann hann lítið, nema Almanakinu,
það annaðist hann einn, auðvitað með nokkurri að-
stoð annara, en mikið á hann í því sjálfur, fjölda