Andvari - 01.01.1918, Qupperneq 38
XXXIV
Tryggvi Gunnarsson.
[Andvari,
hagskýrslna, og allar skrítlur og smásögur, þvi hann
hafði gaman af slíkum sögum, og kunni fjölda þeirra.
Var honum ant um að gera Almanakið sem bezt úr
garði, enda náði það mikilli útbreiðslu og átti al-
mennri hylli að fagna. Annars tjekst hann ekki mik-
ið við ritstörf, enda hafði hann nóg annað að sýsla,
þó ritaði hann um eitt skeið talsvert í blöðin, eink-
um norðanblöðin.
Jeg hef nú í sem styztum orðum vikið að ýmsum
þeim störfum, er Tryggvi hafði með höndum, og er
auðsætt af þessu yfirliti, hvílikur afkastamaður hann
var; það er líka sannast að segja, að jeg hef aldrei
þekt neinn honum fremri að dugnaði og atorku, og
fáa hans líka. Frá því á morgnana og þangað til
langt fram á kvöld, eða jafnvel nætur, gekk hann
frá einu starfi til annars, af einum fundi á annan,
og margir voru þeir dagar, er hann neytti einkis frá
því á morgnana, og þangað til hann kom heim seint
að kveldi. Það verður ekki sagt um hann, að hann
hafi haft magann fyrir sinn guð. Hann var sterk-
bygður og naut ávalt hinnar beztu heilsu, hafði aldrei
verið kvellisjúkur, varla legið einn dag á sinni löngu
æfi. Og þegar sjúkdómurinn lagðist á hann, um
sumarmál 1917, ineð miklum kvölum, þá lá hann
engan dag í rúminu, heldur sat uppi og spjallaði
við kunningjana milli kviðanna. Ekki einu sinni
liinn síðasta dag, ljet hann sjúkdóminn yfirbuga sig.
Honum var það full-ljóst, að dauðann mundi bera
að þá og þegar, en hann beið þess með þolinmæði,
og mælti aldrei æðru orð. Hanu var alla æfi mikilf
stillingamaður, og það þó óþyrmilega væri ráðist á
hann, en liann mundi þó vel mótgjörðir við sig.
Yfirleitt átti Tryggvi miklum vinsældum að fagna.