Andvari - 01.01.1918, Qupperneq 39
Andvari].
Tryggvi Gunnarsson.
XXXV
Meðan hann var kaupfjelagsstjóri, mátti hann heita
átrúnaðargoð beggja fjórðunganna norðan og austan,
og þegar hann hafði lokið við Ölvesárbrúna, var eng-
inn maður í eins miklu áliti á Suðurlandi og hann,
enda var hann næstu ár á eptir kosinn á þing í
Árnessýslu. Hann var aldavinur Jóns Sig. og Jón
mat hann aptur mikils, eins og áður hefur verið sagt.
Engan mann elskaði Tryggvi meira en Jón, og eng-
an virti hann eins. Hann gerði meira en nokkur
annar íslendingur til þess. að halda uppi minningu
Jóns. Hann átti mestan þátt í því, að landið keypti
bækur og handrit Jóns. Hann keypti innanhússmuni
Jóns og gaf þá landinu. Hann sá um útför þeirra
hjóna í Khöfn, og hafði forsögn á hendi fyrir flutn-
ingi þeirra hingað upp, og var loks formaður í sam-
skotanefnd til minnisvarða þeirra, og síðar til að
koma upp líkneski Jóns.
Én eins og alhr menn, er skara fram úr að ein-
hverju leyti, átti hann líka mótstöðumenn og jafnvel
óvildarmenn, einkum eptir að hann var orðinn banka-
stjóri, enda er vandasamt að vera í slíkri stöðu, svo
öllum líki. Eins og hann var tryggur og einlægur
vinur vina sinna, eins var liann líka þungur og örð-
ugur mótstöðumönnum sínuin, og ljet livergi undan.
Hann var ör á fje til samskota og stuðnings alls
þess, er hann áleit gott og gagnlegt, svo og bónþæg-
ur við þá, er leituðu til hans með lán. Áttu einkum
inargir stúdentar athvarf til hans þann langa tíma,
er liann bjó í Höfn, en hann taldi sig þá aptur eiga
vísa von á stuðningi frá þeim, ef hann þyrfti á að
halda. Kom þetta einkum fram í deilumálum íslend-
inga í Höfn, einkum á árunum 1880 til 1890, sem
þá voru all-mikil, og Tryggvi mikið riðinn við. Út