Andvari - 01.01.1918, Qupperneq 40
XXXVI
Tryggvi Gunnarsson.
| Andvnri*
í það verður ekki farið nánar hjer, en þau fældu
margan frá honum, og voru upphaf ýmsra þeirra
aðkasta, er hann fjekk síðar á þingi. En eitt er þó
víst, að ekki launuðu allir þeir honum vel, er hann
liafði áður reynst bjargvættur, en hins vegar greri
alveg um heilt milli hans og sumra þeirra, er hon-
um voru hvað andvígastir á þessum árum, er þeir
lærðu betur að þekkja mannkosti hans.
Tryggvi var fjörmaður og gleðimaður til hins síð-
asta, hafði gaman af spilum og taíli. Það voru ánægju-
stundir hans, að eiga von á kotru að kvöldi til, eptir
langan og starfsaman dag. Hann var hinn skemti-
legasti i viðræðum, hafði ágætt minni og kunni frá
mörgu að segja og sagði vel frá, einkum hafði hann
gaman af kýmnisögum.
Hann var mikill vexli og hinn friðasti maður, en
nokkuð lotinn og líkamsþungur hin síðuslu ár, geð-
spakur og rólegur, jafnlyndur svo að furðu sætti.
Varla mátti sjá að honum hrjrgði, þegar hann var
settur af bankastjórn fyrirvaralaust og í miðjum
bankatíma, og átti hann þó samstundis að skila af
sjer embættinu 1 hendur manni, sem var viður-
kendur mótstöðumaður lians, og sá sem alment
var talinn að hafa verið aðalhvatamaður þessara
aðfara. Aldrei hef jeg dáðst að Tryggva eins og
þann dag.
Auk geðprýðinnar var annað, sem einkendi Tryggva
umfram aðra menn, og það var ósjerplægni hans;
hefur verið vikið að henni hjer að framan. Hann
hafði getað orðið stórríkur maður, ef hann hefði
viljað, án þess að beita neinum prettum eða rang-
indum. Það er alveg vafalausl, að hann í þessu efni