Andvari - 01.01.1918, Page 41
Andvari].
Tryggvi Gunnarsson.
XXXVII
var haíinn langt upp j'fir alla samtiðarmenn sína
lijer á landi og líldega þó víðar væri leitað.
Hann var hinn mesti reglu- og hófsemdarmaður
alla sína æfi, en kvenhollur þótti hann.
Tryggva hlotnuðust meiri sæmdir, en nokkrum
öðrum leikmanni íslenzkum. Gránufjelagið gaf hon-
um eitt sinn gullhring og neftóbaksdósir úr gulli og
ljet fylgja þetta erindi með:
Tvo gripi sendir Grána pjer,
og gróf á nafn þitt Tryggvi,
og gull er i þeim eins og þjer
vor erindrekinn dyggvi.
Um þessa veglegu gripi þólti Tryggva eðlilega
mjög vænt. Hann bar þessa gripi að eins við hátíð-
legustu lækifæri. í erfðaskrá sinni ákvað hann, að
báðir þessir minjagripir ásamt fleiri góðum gripum
er .hann átti, skyldu ganga til þjóðmenjasafnsins og
geymast þar, og ættu fleiri að fylgja þessu lollega
dæmi, að auðga þetta okkar ágæta safn að góðum
gripum.
Tryggvi var í forstöðunefnd við móttöku konungs
1874 og þá af konungshendi gullmedalíu; um hana
þótti Tryggva vænst allra heiðursmerkja. Aptur var
hann í móttökunefnd konungs 1907 og fjekk þá
gullmedalíu aðra pro merilis. Hann fjekk bæði ridd-
arakross og silfurkross og að lyktum báða kom-
mandörkrossana. Það eru til þeir menn hjer á landi,
sem telja slíkt hjegóma, tala um það í skimpingi, að
þessi og þessi hafi verið »sæmdur« krossi. Ef menn
þektu eins vel og jeg til þess, hve áfjáðir margir voru
í að öðlast krossa við síðustu konungskomuna, þá
mundu þeir fremur telja þetta látalæti en alvöru.
M_eð Tryggva er hniginn í valinn einn hinn þjóð-