Andvari - 01.01.1918, Page 44
2
Um surtarbrand
[Andvari.
þau til eldsneytis, þegar útlend kol eru í háu verði
eins og nú. Auk þess myndi slík rannsókn hafa mikla
jarðfræðislega þýðingu, því að svo má að orði kveða,
að sérhver surtarbrandsfundarstaður hafi að geyma
fleiri eða færri gögn til aukinnar þekkingar á jarð-
lagaskipun landsins og náttúruskilyrðum þeim, er
hér hafa verið ríkjandi á tímum þeim, er brandur-
inn myndaðist.
Eg ræðst í að birta þessar athuganir mínar af
þeirri ástæðu, að eg tel þær verulegan viðauka við
þekkingu vora á surtarbrandslögum þeim, sem eg
kannaði. En grein þessi verður engin skemtigrein,
heldur þurr fróðleikur, ætlaður þeim einum, sem eitt-
hvað vilja fræðast um surtarbrandsmyndun landsins.
Nú á tímum er farið að nefna surtarbrandinn kol
(mókol, brúnkol), hér á landi; er reyndar ekkert við
það að athuga, en vakið hefir það dálítinn glundroða
1 málinu því að hvortveggja nöfnin hafa verið notuð
jöfnum höndum án skilgreiningar. En til skamms
tíma voru að eins viðarkol og svo útlend kol nefnd
kol hér á landi. í grein þessari held eg hinum gömlu
alþýðunöfnum á brandinum:
Surtarbrandur sameininlegt nafn á kolalögum þeim,
sem í jörðu finnast hér á landi.
Hefir nafn þetta verið tekið upp í útlendar fræði-
bækur og íengið þar festu sem nafn á hinni íslenzku
brúnkolamyndun.
Viðarbrandur (Lignit) er sú tegund surtarbrandsins,
sem upphaflega er myndaður af viðarbolum og trjá-
greinum, og enn balda viðarvendinni meira eða minna
skýrri.
Steinbrandur. Upprunalega myndaður sem mór af
blöðum og öðrum smágerðum jurtaleifum, sem siðan