Andvari - 01.01.1918, Page 45
Andvari].
Um surtarbrand
3
hafa þjappast saman og orðið að brandi. Hann er
venjulega miklu leirbornari (öskumeiri) en viðar-
brandurinn, stökkari og oftast auðvelt að kljúfa hann
í hellur og þunnar tlögur eftir lágréttum mótum. Oft
er hann blandaður viðarbrandi.
Leirbrandur. Svo nefni eg dökkan eða svartan leir,
sem stundum er með brandinum; hann hefir tekið í
sig kolakend (bituminös) efni úr brandlögunum. í
leirbrandinum getur verið dálítið eldsneyti, en mest-
ur hluti hans er leir (um 50°/o og þar yfir). Eigi
verða skýr mörk sett milli steinbrands og leirbrands,
því að oft er eingöngu um stigmun að ræða.
Allar hæðir yfir sjávarmál heii eg mælt með loft-
þyngdarmæli (»Aneroid«). Fæstar af þeim hafði eg
tíma til að endurtaka, þeim er því ekki treystandi
sem nákvæmum, en þó geri eg ráð fyrir, að þær
fari nokkuð nærri sanni.
Vegalengdir til sjávar hefi eg víðast áætlað eftir
hinum nýju kortum herforingjaráðsins.
Til ákvörðunar á eðlisþyngd og öskumagni liefi eg
notað nákvæma lögmarkaða grammavog; að öðru
leyti voru tækin heldur ófullkomin. En við prófan-
irnar hefi eg gætt allrar þeirrar nákvæmni, sem mér
var unt, vona eg því að árangurinn fari sem næst
því rétta. Öskumagnið er miðað við þyngd brands-
ins loftþurkaðs.
Prófanirnar hér á eftir sýna, að eðlisþyngd brands-
ins og öskumagn haldast nokkurn veginn í hendur,
enda er það skiljanlegt þegar þess er gætt, að hvort-
tveggja er að miklu leyti háð því, hve mikil stein-
efni eru í brandinum. At' eðlisþyngdinni mó því oft
nokkuð ráða í það, hve öskumikill brandurinn sé.
1