Andvari - 01.01.1918, Page 46
4
Um surtarbrand
[Andvari.
Er það handhæg aðferð þegar tæki til frekari próf-
ana eru ekki fyrir hendi.
Ef vér vitum urn þykt ákveðins surtarbrandsiags
og höfum fundið eðlisþyngd brandsins, eftir nákvæmu
sýnishorni af laginu, má auðveldlega finna, live mörg
kg. af brandi eru í hverjum fermeter lagsins, með eft-
irfarandi reglu:
E x 1000 . . n
----IÖ5— x = ks' >
Hér táknar E. eðlisþyngdina, þ. þykt lagsins í
centimetrum, en kg. þyngd brandsins, úr fermeter
lagsins, í kilógrömmum.
Margt hefði eg kosið að athuga nánara á stöðurn
þeim, er eg kannaði, en tíminn var naumur, svo að
margt varð að sitja á liakanum, einkum beinar jarð-
fræðisathuganir1 2)..
Til rannsóknanna í Steingrímsfirði fóru 8 dagar,
en að eins tæpum 5 dögum gat eg varið til að kanna
brandlögin í Bolungarvík og Súgandafirði. Eftir því
verður árangurinn að metast.
Surtarbrandur
norðauvert við Steingrímstjörð.
1. Margrétarfell.
Margrétarfell er sérstakt klettafell uppi í hallanum
milli Gautshamars og Hafnarhólms á Selströnd. —
1) Samandregin verður reglan pannig:
E x 10 x þ. = kg.
2) í grein þessari sneiði eg að mestu hjá athugunum
þeim, sem eingöngu hafa jarðfræðislega þýðingu, mnn eg
geta þeirra annarsstaðar.