Andvari - 01.01.1918, Page 47
AndvariJ.
Um surtarbrand
5
Fellskollurinn liggur 213 m. jTfir sjó, en rælur fells-
ins að framan eru um 135 yfir sjávarmál. Vega-
lengdin þaðan til sjávar er um 900 m. Suðurhlið
fellsins er brött, og að mestu grasgróin. Á köflum
um miðbik brekkunnar eru þó gróðurlausar skriður.
Þar koma hin föstu jarðlög allgreinilega í ljós. Skrið-
an nær um 15 m. upp frá fellsrótunum (135—150
m. y. s.), og er um 30 m. löng. Lagskipunin er
þessi:
Allþykt basaltlag hylur efsta bluta fellsins og
myndar klettabelti í fellsbrúnunum. Niður af þeim
eru grjótskriður og síðan grasbrekkur 30—40 m. há-
ar niður að aðallögunum. Svo tekur við:
a. (efst) um 2 m. grófgerð og sandbarin leirsteins-
lög, mórauð og gráleit að lit.
b. 20—30 cm. leirbrandur eða sandkendur leirsteinn
dökkur af kolaveru.
c. 4—5 cm. mislitar leir- eða sandsetinamyndanir.
d. 15—20 cm. steinbrandur með allmiklu af viðar-
brandsbellum.
e. 6—7 m. gráar og móleitar leirmyndanir heldur
grófgerðar og sandbornar.
Leirmyndanir þessar eru allar lagskiftar. Hallar
lögunum um 10 gráður til suðausturs, eða út og
niður að firðinum og svipaðan halla hafa basaltlög
þau, er koma fram neðan við lögin, en basaltið í
brúnum fellsins virðist að miklu leyti lágrétt.
Aðalbrandlagið (d) er að mestu steinbrandur, en
í því er þó allmikið að viðarbrandsstofnum. Sá stærsti,
sem eg mældi, var 47 cm. breiður, og 18 cm. að
þykt, og allmargir 30—35 cm. breiðir. Bæði rétt ofan
og neðan við lagið eru og viðarbrandsstofnar á strjáli
og út frá því eru móbergsfiögurnar dökkar af kola-