Andvari - 01.01.1918, Page 49
Andvari].
Um surtarbrand
7
ugglaust miklu víðar um brekkurnar, en eru hulin
grassverði.
Móbergslög þau, sem brandinum fylgja á þessum
stað, eru víst að allmiklu leyti mynduð af gasefnum,
sem sezt hafa til í vatni, þannig eru ýms lögin ösku-
kend og talsvert í þeim af molum og mylsnu af vikri.
Hér fann Þorvaldur Thoroddsen 1886 steingerðar
jurtaleifar, meðal annars af furutegund1).
Eg fann einnig ýms steingerð blöð í leirlögum í
skriðunum neðan við aðalbrandlagið. Voru það blöð
af minst 4 tegundum.
2. Kokkálsvíb.
Bærinn að Gautshamri liggur vestan til í grunnu
dalverpi, er gengur upp frá Steingrímsfirði i norður
upp undir klettafell í hálsbrúnunum, er TorfTell nefn-
ist. Vestan við hvylftina skjóta basaltlög upp rönd-
um og mynda hallandi klettaröðul alla leið frá fjöru-
máli norður og upp undir austurhala Margrétarfells.
Hallar þeim lögum um 10° til S. A. og mynda þau
undirlag dalverpisins, er hallast líkt niður að firðin-
um. Austan við dalverpið mynda rendur annara blá-
grýtislaga allhá klettabelti, er ganga alla leið frá sjó
upp í hálsbrúnina austan við Torffell. Hallar þeim
lögum einnig ca. 10° til suðausturs. í hvylftinni eru
kolamyndanir á ýmsum stöðum, og hin algengustu
fylgilög surtarbrandsins, svo sem mislitur leir og
sandsteinamyndanir finnast þar á mörgum stöðum á
ýmsri hæð alla leið frá fjörumáli upp að basaltlög-
unum efst í Torffelli, hér um bil 200 m. hátt yfir
sjávarmál.
1) Ferðabókin II, 52.