Andvari - 01.01.1918, Page 51
Andvari].
Um snrtarbrand
9
3. Eelti.
Niður dalverpið upp af Gautshamri, renna tveir
lækir, kemur sá vestari niður á milli Margrétarfells
og Torll'ells, en liinn niður með ToriTelli að austan.
Falla þeir í fossum ofan af móbergshjalla, er liggur
þvert yfir dældina upp af bænum. Með fram vestara
gilinu eru mislitar móbergs- eða leirmyndanir, alla
leið frá fossinum upp á móts við fellin, en surtar-
brand sá eg þar hvergi. í fossinum í eystra gilinu
eru samskonar jarðlög og komu þau allsstaðar i ljós
i læknum ofan við fossinn, þar sem séð verður fyrir
grassverði og lausagrjóti. Nokkru ofar er lítill foss í
læknum 110—120 m. hátt yfir sjó. Austan við hann
eru ca. 10 m. liá klettabelti af Ijósum leirhellum.
Eru þau kölluð Belti.
Um miðbik klettabeltisins og ofan til í því eru
þunn lög af steinbrandi og allmikið af viðarbrands-
stofnum, einkum um miðbik lagsins; ganga lög þau
j'fir fossinn.
Eg tók fyrir kalla framan í hamrabeltinu 2 m. á
hvern veg til nánari alhugunar, þar sem brandurinn
var mestur. Þar var skipun brandlaganna þessi;
a. lag af steinbrandi 1—2 cm. á þykt, lá það efst
í ferhyrningsfleti þeim, er eg afmarkaði.
b. strjálir viðarbrandsstofnar.
c. sleinbrandslag 1—3 cm. á þykt.
d. strjálir viðarbrandsstofnar, er lágu á sömu hæð
um miðbik ferhyrningsins.
e. 2 cm. viðarbrandslag.
f. 2 cm. steinbrandur með strjálum viðarbrands-
stofnum.
g. 1 cm. steinbrandur.