Andvari - 01.01.1918, Page 53
Andvari].
Um surtarbrand
11
Fjarlægðin beint til sjávar er um 1000 m. og er
vel kleift að gera akfæran veg þaðan niður að sjó,
og dragfæri mun vera allgott þaðan niður eftir sköfl-
um á vetrum.
Bæði brandlögunum og leirsteinslögunum á þess-
um stað hallar niður að firðinum og til suðausturs.
Jarðmyndun þessi er mjög svipuð og í Margrétar-
felli, bæði leirlögin og brandurinn eru lík að útliti
og ásigkomulagi á báðuin stöðunum, enda er hæð
þeirra yfir sjó nokkuð samsvarandi ef tekið er tillit
til hallans á lögunum. Er líklegt að þær hafi mynd-
ast samtímis, og hafi áður verið í beinu samhengi.
4. Torffell.
Hinar ljósleilu leirinyndanir koma víða fram í
læknum upp af Beltum; á aillöngum kaíla neðan til
eru þær huldar jarðvegi og möl. Ofar er hallameira,
og þar má rekja þær óslitið í læknum og á bökkunum
umhverfis hann, alveg upp í urðirnar framan í Torf-
felli að austan. Þar uppi undir urðunum (ca. 180 m.
y. s.) fann eg dálítið af lausum surtarbrandsflísum í
leirbökkunum við lækinn. Tel eg víst, að þar muni
vera fast brandlag, er flísarnar hafa verið komnar
úr, en þar í kring voru lausar skriður og urðir, svo
að eigi var hægt að kanna þær til hlítar.
Á þessum slóðum fann hinn þýzki jarðfræðingur
Winkler1) surtarbrandsstykki rúmlega 1 meter á lengd,
og um 50 cm. á þykt; lá það i skriðu rétt neðan við
basaltlögin efst í fellinu. Það er því líklegt, að hér
muni vera dulið allverulegt surtarbrandslag undir
1) Island. Der Bau seiner Gebirge etc. Munchen 1863.
bls. 146.