Andvari - 01.01.1918, Page 55
Andvari].
Um surtarbrand
13
5. Stekkjargil.
Austan við klettaröðulinn gegnt Gautshamri fellur
lækur eða grl til sjávar, er Stekkjargil heitir, ofan í
svo kallaða Stekkjarvík.
I gilinu skamt fyrir ofan veginn er lítill foss. Par
koma fram þunn surtarbrandslög. Liggja þau hér
um bil 40 m. hátt yfir sjávarmál.
Lagið kemur greinilega í ljós í lílilli skriðu aust-
an við fossinn og í berginu undir sjálfum fossinum.
Austan við fossinn er allhátt standberg, er gengur
fram yíir brandlögin, og frá rólum þess gengur þunt
lag af basalli yfir gilið i fossbrúninni. Lagskipunin
er þessi:
1. (efst) Basalt.
2. lagskiftur harður leirsteinn 30—40 cm.
3. ca. 4 cm. surtarbrandur, bæði viðarbrandur og
steinbrandsflögur.
4. gráar og móleitar leirsteinsmyndanir 2l/z m. Efst
í þeim, neðan við brandlagið, voru strjálar ílísar
af surtarbrandi.
Neðan við gilið eru móbergsmyndanir, en enginn
surtarbrandur, þar sem séð varð fyrir lausagrjóti.
Frambrún brandlagsins hallast um 8° til S. S. A.
og kom í Ijós á 14 m. kaíla.
Rétt vestan við lækinn gengur basaltgangur gegn-
um lögin.
Lög þessi eru skamt frá sjó (150—200 m.), en
það, sem sést af þeim, er svo veigalítið, að mn nám
á þeim getur ekki verið að ræða.
Ef til vill er þetta sami surtarbrandsfundarstaður-
inn, sem Olavius nefnir Stekkjarmó1).
1) O. Olavius: Oeconomisk Reyse I. bls. 152. Kbh. 1780.