Andvari - 01.01.1918, Page 56
14
Um surtarbrand
(Andvari.
6. Winklersfoss.
Upp frá Stekkjarvík gengur lægð þvert upp hall-
ann alla leið frá sjó upp undir Bæjarfell að vestan,
er heitir Gunnustaðagróf. Eftir henni rennur lækur
til sjávar, sem heitir Landamerkjalækur eða Gunnu-
staðagil; er hann landamerki milli Gautshamars og
Drangsness.
í Gunnustaðagróf er mikið af ýmiskonar móbergs-
myndunum, koma þær í ljós á mörgum stöðum, alt
frá fjörunni upp undir Bæjarfell.
Neðst við sjóinn er lag af hörðum sandsteini, er
gengur fram í fjöruna í Stekkjarvík. f*ar ofan á er
dökkur grjótharður leirsteinn. Svo tekur við mórautt
þursaberg (Breccia) með hnefastórum eitlum, nær
hún upp undir neðsta fossinn í læknum (ca 18 m.
y. s.). í fossi þessum er leirsteinn og grófgerð sand-
steinslög.
Nokkru ofar ganga basaltlög að grófinni beggja
megin, ná þau að líkindum saman undir læknum,
en á þessum kafla sér ekki til undirlagsins fyrir laus-
um jarðlögum.
Nokkru ofar er allhár foss í gilinu 70 — 80 m. yfir
sjávarmál. Nágrannarnir sögðu foss þennan nafn-
lausan, eg nefni hann því Winklersfoss, eftir hinum
þýzka jarðfræðingi Winkler, sem lýst hefir jarðlög-
unum við fossinn og búið til mynd af þeim1).
Bergið bak við fossinn og í vestur frá honum er
myndað af móbergi. Eru þar lagskift leirsteins- og
sandsteinslög, mismunandi að samsetningu og útliti,
sum dökkmóleit, önnur rauðleit, dökkgrá og Ijósgrá.
1) Winkler: ísland. bls. 140-141.