Andvari - 01.01.1918, Page 58
16
Um surtarbrand
[Andvari.
Sýnishorn, er eg prófaði, reyndist þannig:
Eðlisþyngd steinbr. 1.34 viðarbr. 1.33.
Aska — 25°/o — 9.09.
Hin lögin ílest eru óhrein og léleg til eldsneytis.
Vegalengdin héðan til sjávar er á að gizka 7—800
m. Eigi er álitlegt hér til kolanáms, því að lögin eru
svo þunn og leirblandin, og auk þess strjál í berginu.
Af viðarbrandi er hér heldur lítið, og örðugt að ná
honum, því að bergið er þétt og hart og eríitt að
vinna það nema helzt með sprengiefni. Móbergslögin
ná nokkurn spöl vestur fyrir fossinn. Vegna hins
mikla halla laganna liggja brandlögin þar mun
hærra, er endi miðlaganna þar (c) alveg upp við
bergbrúnina.
Tveir þunnir basaltgangar ganga samhliða uppi í
gegnum lögin vestan við fossinn með 2—3 m. milli-
bili. Hafa leirlögin dálítið brugðið lit út frá þeim,
en ekkert hafa þeir haggað lagskipuninni. Hafa brand-
iögin sömu stefnu og halla, beggja megin við þá, og
eins á milli þeirra.
Eg fann steingerð blöð á leirsteinsneflnu vestan við
fossinn, lágu þau í efstu lögunum. Þar var þunt lag
af samanþjöppuðum blöðum; ofan á þeim var gróf-
gerður Ijósgrár sandsteinn með smágjörfu þunnu leir-
lagi neðst; upp í það hafa mótast myndir af blöð-
unum. Hér hafa eigi fundist slíkar blaðleifar áður.
Brandlagamynduninni í Winklersfossi svipar all-
mikið til laganna í Beltum og Margrétarfelli, tel eg
líldegt, að hún sé áframhald þeirra.
Máske er þetta sami surtarbrandsfundarstaðurinn
sem OJavius nefnir Lægrihvamm á Selströnd?1), þvi
að hér er allstór grashvammur vestur af fossinum.
1) O. Olavius: Oeconomisk Reyse bls. 152,