Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 59
Andvari].
Um surtarbrand
17
7. Brandlögin efst í Gnnnustaðagróf.
Fyrir ofan Winklersfoss eru liin föstu jarðlög að
mestu hulin af jarðvegi og malarruðningi; þó sést, að
basaltlög ná yfir gilið t. d. á einum stað 120 m.
hátt yíir sjávarmál.
Efsl í grófinni, vestanvert við lialann á Bæjarfelli
koma aftur í Ijós allþykkar móbergs-og surtarbrands-
myndanir umhverfis Iækinn. Liggja þær 180—200 m.
hátt yfir sjávarmál; er hér að finna einhver hin
veigameslu surtarbrands- eða mókolalög, sem enn
eru kunn hér við fjörðinn, og einna álitlegust til
náms. Hér hefir lækurinn gralið niður dálitla dal-
hvylft hér um bil 100 m. langa frá N—S, og 60—70
m. breiða. Ofarlega i hvylftinni, 90—95 m. frá mynni
hennar liggja brandlögin yfir þveran lækinn. Eru
þau sjálf um 190 m. hátt yfir sjávarmál.
Jarðlagaskipunin umhveríis brandinn varð eigi rakin
til hlítar, því að dældin er víðasl hulin at lausa-
grjóti, leirruðningi og grassverði. í vestri brún henn-
ar sést dökt óstuðlað basalt, er myndar snarhalla
kinn niður að læknum, og hverfur inn undir leirlög
þau, er brandinum fylgja. Annað basaltlag óreglulega
sluðlað myndar klettabelti í brúninni austan við dal-
verpið. Það lag er yngra en brandlagainyndunin, því
að leirlögin, sem brandinum fylgja, ganga inn undir
það.
Vestan við lækinn er lagskipunin þessi:
a. (efst) 4—6 m. losalegur leir, er hrynur niður
jafnóðum og brandurinn er tekinn undan. Leir
þessi er fitukendur og með ýmsum litum, inest
gulur og ljósmórauður og sumur ljósblár. Er
hann ummyndun úr leirsteini, sem máske heíir
Anclvari XLIII. 2