Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 61
AndvariJ.
Um surtarbrand
19
Upp af gröfmni tók við grasigróin brekka ca. 10
rn. há, er náði upp að klettabeltinu austan við dæld-
ina.
Eg lét taka aðra gröf um 10 m. í SSA. frá þessari
gröf. Þar var lagskipunin nær hin sama, nema
grynnra ofan að brandinum, og ofan á því lágu all-
stórir grjóthnullungar, er hrunið hafa úr hamrabelt-
inu fyrir austan. Þar var brandlagið 97 cm. á þykt
og eins að útliti og á fj'rri staðnum.
Eg lét enn fremur grafa til á þrem stöðum suður
dældarhallann austan lækjarins, 35, 50 og 60 m. í
SSA. frá gröíinni við lækjarbakkann.
Á fyrsta staðnum varð eigi komist niður vegna stór-
grýtis, sem hrunið hefir úr hamrabeltinu fyrir ofan.
í næstu gröf kom í ljós 15 cm. þykt lag af surtar-
arbrandi, ofan á því var leirblandinn sandsteinn, en
undir flögur af svörtum leirsteini eða leirbrandur.
í siðustu gröfinni, er tekin var framan í brattri
skriðu niður af klettabeltinu við mynni dalverpisins,
var jarðlagaskipunin þessi:
a. harður leirkendur sandsteinn.
b. 10 cm. lag a/ surtarbrandi, lá það hér um bil
5 m. niður frá rótum klettabeltisins.
c. allþykt lag af svörtum leirbrandi.
Brandlögin á þessum tveim síðast nefndu stöðum
lágu talsvert liærra en við mætti búast, ef þau væri
áframhald af aðalbrandlaginu við lækinn. Tel eg lík-
legt, að aðalbrandlagið, ef það er hér að finna, liggi
nokkru neðar í skriðunni en grafið var. En þetla og
ýmislegt lleira, gat eg eigi kannað til hlítar vegna
takmarkaðs tíma, og vandkvæða með að fá nægileg-
an mannafla til graftar, því að allir menn á bæjun-
2