Andvari - 01.01.1918, Page 65
Andvari].
Dm surtarbrand
23
Brandur héðan hefir einnig verið prófaður í rikis-
rannsóknarstofunni dönsku; varð árangurinn þessi:
Raki...............24.7 °/o,
Aska...............25.5°/o.
Notagildi .... 29.03 hitaeiningar.
Taki maður meðaltal af nothæfu hitagildi surtar-
brandsins samkvæmt þessum prófunum, verður hann
að teljast nær há'lfgildi steinkola. Surtarbrandur héð-
an hefir oft verið notaður lil eldsneytis á næstu bæj-
um; hafa menn látið vel af honum og talið hann
hitamikinn. Beztur hefir hann þólt með rakanum úr
jörðunni. En molni hann við þurk eða frost þykir
hann lélegur.
Eins og áður er getið, er surtarbrandurinn í lagi
þessu að mestu leyti aí þeirri tegund, sem alþýða
mauna nefnir steinbrand, þó að nokkuð sé innan um
hann af viðarbrandi. Er auðséð, að steinbrandur
þessi er upphaflega myndaður sem mór í mýrum
nú á dögum, af blöðum og ýmsum öðrum smágerð-
um jurtaleifum. Saman við jurtaleifarnar hefir svo
blandast Ieir, sem vatn hefir borið út í mýrina, er
það orsökin til þess að brandurinn er svo öskumik-
ill. Viðarbrandurinn er fornir trjástofnar, sem borist
hafa út í mýrina og grafist niður í móinn, líkt og
lurkar í nútíðarmó. í brandlaginu vottar fyrir ýms-
um smágerfum plöntuleifum, og greinileg blaðför og
blaðleifar fann eg í sjálfum brandirtum. þar á meðal
fann eg eina auðkennilega blaðtegund, er mjög var
algeng. Fann eg hana einnig bæði í Margrétarfelli
og við miðjan eyslri lækinn upp af Gautshamri.
Bendir það til þess, að surtarbrandsmyndanirnar á
öllum þessum stöðum, sé myndaðar á svipuðuin
tíma undir svipuðum náttúruskilyrðum. Blaðför all-