Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 66
24
Um surtarbrand
Andvari].
greinileg fann eg einnig í leirflögum neðan við brand-
lagið í syðstu gröfinni, er grafin var austanvert í
dældinni. Hér hafa eigi fundist slíkar plöntuleifar
áður.
Til byrjunar virðist heldur aðgengilegt til surtar-
brandsnáms í Gunnustaðagróf. Austanvert við læk-
inn er brandlagið hulið af lausum jarðlögum, leir,
möl, grjóti og jarðvegi, eru þau l/2 —1 m. á þykt,
þar sem brandlagið kemur fram, en þykkna er nær
dregur brekkufætinum fyrir norðan og austan. Væii
hentast að moka frá framrönd brandlagsins á all-
löngum kafla og moka svo ofan af 1—2 m. breiðri
ræmu framan af laginu og varpa því suður og ofan
fyrir lagröndina, en framrönd lagsins verður að halda
auðri, svo að komist verði að til að reka fleyga inn
á milli laganna. þegar lokið væri að taka brandinn
upp úr ræmu þessari, væri önnur ræma tekin fyrir,
og rofinu af henni rutt í hina auðu gröf eflir brand-
inn. Sjálfsagt myndi vel borga sig að nola sprengi-
efni til að losa brandinn þegar lokið væri að ryðja
ofan af. Ef meitlaðar væri hæfilega djúpar holur fyr-
ir sprengiefnið ofan í brandlagið eða inn í rendur
þess, myndi hver sprenging að líkindum geta losað
um all-mikið af brandi.
Vestan við lækinn er aðstaðan lakari, því að þar
eru svo þykk lög af losalegum leir ofan á brandin-
inum, að mikið verk er að ryðja honum frá, en
hann eigi svo þéttur, að hægt verði að halda þar
opnum námugöngum, nema þá með uppreftingu.
það er enn ókannað, hversu traust lögin yíir brand-
inum eru þegar inn kemur í lögin, t. d. inn undir
brekkuna og hamrana austan við dældina. En þar
sem næst var grafið hamrabeltinu að austan var