Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 67
Andvari[.
Um surtarbrand
25
leirsteinninn miklu þéttari og hélt sér betur en lögin
ofan á brandinum við lækinn; bendir það til þess,
að lögin muni þéttast og harðna þegar nógu langt
kemur inn í lögin.
Ofan við rönd aðalbrandlagsins austan við lækinn
er 300—400 fermetra blettur, sem nema mætti áður
en komið er að sjálfum brekkufætinum. Líkur eru
til, að brandlagið liggi undir öllu þvi svæði og sé
þykt brandsins þar svipuð og fremst í laginu, ættu
hér að fást 400—600 smálestir af brandi (ca. IV2
smálest úr 1 m3).
Brandlögunum við lækinn hallar öllum fram á við,
er það að ýmsu leyli hægðarauki við námið, léttir
fyrir framræslu vatns o. fl.
Vegalengdin til sjávar er stærsti þröskuldurinn í
vegi fyrir því að hefja hér nám. Eg mældi vega-
lengdina frá lögunum ofan að sjó, að klöppum við
utanverða Stekkjarvík, og reiknaðist mér hún um
2,2 km. Vegarstæðið, sem eg mældi, lá alstaðar aust-
an við Gunnustaðagróf, og krókaði eg með mæling-
inguna niður hlíðina eftir því sem mér virtist kerru-
fær halli, — en enginn tími var til að mæla hallann
náið. Vegarstæðið er víða bratt, og víða þarf að
krækja fyrir klettabelti og sneiða eftir brekkum.
Á að gizka liggur helmingur þess vegar, er eg mældi,
um mela og holt, sem einungis þarf að ryðja og
laga til, svo að þeir verði akfærir. Á ýmsum köflum
mundi og nægja að nema burtu grasþúfur, svo að
akfært yrði að sumrinu. Á köflum þarf þó að gera
upphleypta vegarspotta yfir lækjaföll og mýradrög,
og á nokkrum stöðum þarf að gera alllanga sneið-
ingu utan í brekkum.
Slík vegabót væri nauðsynleg ef byrja ætti nám á