Andvari - 01.01.1918, Page 68
26
Um surtarbrand
Andvarij.
þessum stað, því að seinlegt væri að flylja brandinn
til sjávar í klyfjum. Á akfærum vegi með hæfilegum
halla mundi mega flytja V2 smálest af brandi til
sjávar í einu, í kerru með 1 hesti fyrir, þar sem
flutningur væri allur undan brekkunni. í byrjun
mætti liaga vegagerðinni að sunnlenzkum sveitasið,
og láta sér nægja, að hann yrði fær vögnum að
sumrinu meðan þurt væri um.
Stekkjarvíkin virðist vera heldur góð hötn, er hún í
bezta vari fyrir allri norðanöldu en í vestanátt stendur
þar upp á. Dýpið er frá 10—11 m. yfir þvera vík-
ina, en 6—7 uppi á miðri vík. Botninn er víðast
sendinn, en möl og flúðir uppi við fjöruna. Utanvert
við víkina skagar fram lítið nes, er kallast Fiskines.
Þar er heldur aðdjúpt og góð lending. Innanvert við
nesið er sker eitt 20 m. fram frá flæðarmáli; ílj'tur
yfir það um háflæði. Sundið á milli þess og lands
er D/2—2 m. á dýpt um flæði. í VSV frá skerinu
er dýpið 2 m. 7 m. frá skerinu, en 5 m. dýpi 14 m.
frá því, úr þessu er dýpið 6 m. góðan spöl undan
landi.
Hér mundi líklega álitlegast að hafa bryggju, því
að hér er varið einna bezt. Innanvert við Stekkjar-
vík ganga fram tangar, er nefnast Bæli. í3ar er 4 m.
dýpi upp við hleinar, en 5—6 lengra frá landi.
Innanverl við Bæli skerst inn önnur vík undan
Gautsliamri, þar er sand- og malarbotn og 15 m.
dýpi skamt frá landi, þar er aðdjúpt að hleinum ut-
anvert við víkina, og bezla var í norðanátt og norð-
austan. Innsiglingin er hrein á báðar þessar víkur,
að kunnugra manna sögn. Mundu smávörður á landi
nægja til að vísa á lægi.