Andvari - 01.01.1918, Page 70
28
Um surtarbrand
[Andvari.
er gengur að norðan skáhalt inn undir hamra-
lögin efst í fellinu. Þykt þursabergsins er varla
minni en 30—40 m.
c. Sandkend móbergslög, á að gizka 3—4 m. þykt.
d. Surtarbrandur 50 cm. Hæð hans y. s. um 170 m.
e. leirsteinslög, móleit og sum dökk að' lit 6 — 8 m.
að þykt.
f. Basalt, dökt, laust í sér og hrjúft.
Neðan við lögin taka við brattar malarskriður nið-
ur að urðarhólunum. Hæð urðarhólanna yfir sjó
mældist mér 240 m.
Brandlagið kemur í ljós á 50—60 m. kalla í skrið-
unum. Brandurinn hér er nálega allur steinbrandur,
að jeins örþunnar ilísar af viðarbrandi innan um.
Við þurkinn klofnar hann í þunnar, stökkar flögur,
er molna mjög í meðförum. Sýnishorn tók eg 30 cm.
inn í laginu og reyndist það þannig:
Eðlisþyngd 1.41.
Aska 26,94°/o.
Brandlögum þessum svipar að ýmsu leyti til lag-
anna efst í Gunnustaðagróf; þykir mér sennilegt, að
þau sé áframhald hinnar sömu jarðmyndunar, er
nái alla leið gegn um Bæjarfell, sem á milli þeirra
tveggja staða er um 1 km. á breidd. Reyndar liggur
brandlagið í Bæjarfelli allmikið hærra, en það er líka
góðum spöl norðar, en jarðlögin hér undir hálsinum
fara öll hækkandi til norðurs. Líklega er og surtar-
brandsmyndunin neðanvert við Nónöxl útjaðar hins
sama lags.
Að líkindum er surtarbrandurinn í Bæjarfelli vel
nolhæfur til eldsneytis, þó að öskumagn hans sé
nokkuð mikið. Aðstaða til náms virðist og heldur
góð vegna jarðlaga, því að þau eru heldur auðunnin