Andvari - 01.01.1918, Page 74
32
Um surtarbrand
[Andvari.
brunnin viðarkol og aska. Þeir gildustu, sem eg
mældi, voru 30 cm. í þvermál.
í Húsavíkurkleif hefir surlarbrandur stundum ver-
ið tekinn til eldsneytis og hefir reynst notandi. En
sagður er hann lieldur öskumikill og úrgangssamur,
nema viðarbrandurinn, sem þykir góður eldiviður.
En af honum virðist vera heldur lítið á þessum stað.
Efsta lagið (c.) virðist vera álitlegast. Eg hefi reynt
sýnishorn af viðarbrandi héðan og eins af stein-
brandi, bæði skárri og lakari tegund. Reyndust þau
þannig:
Viðarbrandur: Eðlisþyngd 1.33. Aska 7.76°/o.
Steinbrandur betri teg.: ------- 1.47. — 30.80°/o.
-----lakari teg.: —--- ? — 45.00°/o.
Brandlög þessi eru ekki nógu góð til þess, að veru-
lega sé leggjandi i kostnað til að vinna þau. Ef til
vill væri þó ástæða til fyrir menn í nágrenninu að
taka þar upp brand til reynslu, þvi að verið getur,
að brandurinn sé eitthvað skárri þegar inn kernur í
lögin. Aðstaðan er heldur góð til að vinna þrjú efstu
lögin, sem til samans eru um 60 cm. að þykt; leir-
lögin í kringum þau munu vera lieldur auðunnin, og
basaltlagið liggur hæfilega hátt yfir brandlögunum til
þess að vera sem þak yfir námugöngum. Vegur til
sjávar er hinn ákjósanlegasti, og notandi lending fyrir
báta við sandinn neðan undan, þegar vindur stendur
ekki á land.
Hallandi klettabelli ganga frá kleilinni norður og
niður að sjónum. í skriðu undir hamrabelti niður
við víkurhornið (Húsavik) fann eg Iausar ílögur af
steinbrandi. Undir öðru hamrabelti utar með víkinni