Andvari - 01.01.1918, Page 75
AndvariJ.
Um surtarbrand
33
fann eg viðarbrandsstofna fast uppi undir berginu
2 — 3 m. fyrir ofan fjöruna.
Voru þeir 2—3 cm. á þykt. þegar utar dregur
hverfur surtarbrandsmyndunin niður undir sjávarmál.
Fyrir ofan fossinn í Húsavíkurkleif liggja bakkar
með mislitum leirmyndunum all-langan spöl upp með
læknum að austan. þar koma þessi jarðlög í Ijós:
a. (efst) 1 — l1/^ m. laus möl og sandur.
b. 1—2 m. hvítleitt iosalegt móberg (Vikurtúif), er
það ugglaust upphaflega myndað af liparitvikri,
því að viða sjást i þvi heillegir vikurmolar.
Viðarbrandsbolir eru á stangli í lagi þessu, eink-
urn neðan til, en flestir voru þeir meira og
minna steinrunnir, og sumir þeirra voru alger-
lega orðnir að þéttum og hörðum steini, en þó
sást glögglega fyrir árhringunum og viðarvend-
inni. Stærsti bolurinn, er eg mældi, var 30 cm.
breiður og 10 cm. þykkur.
c. 4—7 cm. sleinbrandur eða leirbrandur, er lýsist
og verður grár við þurkinn. Innan um hann
stöku viðarbrandsstofncir, er flestir voru stein-
runnir.
d. (neðst) 1 — F/a m. grár ólagskiftur leirsteinn.
Húsavíkurkleif er gamalkunnur staður vegna jurta-
steingervinga, er þar hafa fundist. Er þar talsvert af
leirjárnssteinum, og innan í þeim för eftir blöð og
ávexti; líka eru þar skýr blaðför í sumum leirflög-
um. Eg safnaði þar allmiklu af slíkum jurtaleifum,
en alt er það safn enn óákvarðað. Winkler safnaði
þar jurtasteingervingum 1858, er Oswald Heer ákvarð-
aði. t*ar á meðal voru þessar tegundir1):
1) Winkler: ísland, bls. 139 og 221.
Andvari XLIII.
3