Andvari - 01.01.1918, Page 77
Andvari).
Um surtarbrand
35
Skipun og þykt brandlaganna er hér mjög svipuð
og í Húsavikurkleif, en meira virðist vera hér af
viðarbrandi.
Efsta brandlagið (leirbrandurinn d) er ónjdt elds-
neyti, því að meira en helmingur þess er leir og
sandur. Neðri lögin tvö (f og d) eru nothæf, einkum
miðlagið (d), sein mest heíir af viðarbrandi, enn-
fremur er steinbrandurinn öskumikil).
Steinbrandur úr neðri lögunum er eg prófaði reynd-
ist þannig:
Eðlisþyngd...................1.43.
Aska . . ................... 30.95%.
Bóndinn í Húsavík, sem reynt heíir surtarbrand
bæði héðan og úr kleilinni, telur brandinn hér mun
betra eldsneyti, og er það liklegt vegna þess, að
meira er hér af viðarbrandi.
Jarðlögunum ballar hér lil N. A., brandinum hall-
ar því inn í skriðuna. Lögin yfir brandinum eru
losaleg, og því hæpið, að þau sé nógu traust sem
þak yfir námugöngum.
3. Hleypilækur.
Nær 1 km. sunnar í hlíðinni er gil eða lækur, er
nefnist Hleypilækur. Eru þar landamerki milli Húsa-
víkur og Tröllatungu. Efst í gilinu (140 m. yfir
sjávarmál) er ljóst vikurtúff, og mórautt þursaberg,
klofið af basaltíleygum (whorngrýtitt)* 1). Talsvert neð-
1) »Horngrýti« er einkennilegt, dökkt og hart basalt, sem
viða er hér um slóðir. Hefir pað upptök sin í Heiðabæja-
heiði. Það myndar þykk lög, er margsprungið og brotnar
i heldur smáa hvasseggjaða og livasshj'rnda steina, sem
eru mjög óreglulegir að lögun.
3*