Andvari - 01.01.1918, Page 79
Andvari].
Um surtarbrand
37
Viðarbrandur: Eðlisþ. 1.33. Aska 6.72°/o*
Steinbrandur: — 1.67. — 52.94°/o.
5. Fætlingagil (syðra).
Svo sem 300—400 m. sunnar í hlíðinni er annað
naínlaust gil. í syðri gilkinn þessari var lagskipun-
in þessi:
a. (efst) allháir klettar af þursabergi, samskonar og
1 yzta gilinu. Sést það miklu viðar gægjast
fram úr grasbrekkum og skriðum milli giljanna
í Fætlingum.
b. Hvitleilt vikurtúíT, laust í sér, á að gizka 6—8
in. að þykt.
c. 29—34 cm. surtarbrandur, meiri hlutinn stein-
brandur, en þó strjálingur af viðarbrandi innan
um lagið. Mældist mér hæð þessa lags yíir sjó
vera um 80 m.1), Það kemur i ljós á 20 m. kaíla.
d. Móleitur margsprunginn leirsteinn, nokkrir metr-
ar á þykt.
e. Hvítleitt vikurtúfl.
Á þessum þrem siðast töldu stöðum, gat eg að
eins athugað brandlögin j'zt í skriðunum, þvi að eg
hafði hvorki tíma né mannaíla til að láta grafa inn
í þau, til þess að sjá, hvernig þau eru þegar kemur
inn fyrir það lag, er frost nær til. Þar, sem eg náði
til hér, var brandurinn laus í sér, og hélt sér ekki
vel í stykkjum, nema viðarbrandurinn, sem var i
heillegum hútum. Hér mætti fá allmikið af viðar-
1) Samkvæmt legu hæöalínanna á korti herforingjaráðs-
ins af þessum stöðum, ættu brandlögin í Fætlingagiljunum
að liggja talsvert hærra en mér mældist. En eg hafði ekki
tima til að endurtaka mælingu mina til pess að ganga úr
skugga um, hvort réttara væri.