Andvari - 01.01.1918, Síða 80
38
Um surtarbrand
[Andvari.
brandi, einkum í norðara gilinu hjá Fætlingum. Væri
vert fyrir menn af næstu bæjum að kanna lög þessi,
og reyna að ná sér þar í viðarbrand til eldsneytis.
Lögin umhverfis brandinn virðast vera heldur auð-
unnin, og héðan mun vera gott dráttarfæri að vetr-
inum, jafnvel niður að sjó. Um námugröft í stærri
stýl getur hér varla verið að ræða, nema brandlögin
reynist veigameiri og betri > þegar inn kemur; væri
vert að kanna það.
Nær ^2 km. sunnar í hálsinum er djúpt, hrikalegt
klettagil, er Bjarnagil heilir. Þar eru nokkrar mó-
bergsmyndanir, og ofan á þeim þursaberg, og efst
geysiþykt (30—35 m.) basaltlag, sem var stuðlað að
neðan, óreglulega sprungið ofan til (»horngrýti«). —
Engan fann eg hér surtarbrand.
6. Grýlufos8.
í árgilinu suður frá Tröllatungu nær L4 km. frá
bænum, en 4.5 km. frá sjó, eru surtarbrandslög. —
Liggja þau undir háum hömrum austanvert við ána,
neðanvert við svo nefndan Grýlufoss (80—90 m.y. s.).
Surtarbrandsmyndunin nær alveg niður að malarleiri
við ána og ná leirlögin þar yfir 60 m. kafia. Hallar
þeim og berglaginu ofan á um 5° til NNA. Sunnan
til í skriðunni lét eg grafa frá leirlögunum upp frá
eyrinni alveg upp að basaltinu.
Þar var þessi lagskipun:
a. (efst). Basalt, eitt mjög þykt lag og stuðlað neð-
an til við miðju, en sísprungið ofan til (»horn-
grýti«). Flögur og brot af uiðarbrandi er fast
neðst í basaltinu á stöku stað, eru það leifar
af stofnum, er lent hafa í hrauninu er það rann.
b. V2—1 harður lagskiftur leirsteinn.