Andvari - 01.01.1918, Page 81
Andvari].
Um surtarbrand
39
c. strjálir viðarbrandsstofnar, sá stærsti er eg mældi,
var 50 cm. breiður í endann og 6 cin. þykkur.
d. ca. 1 m. ljósgrár leirsteinn með óreglulegri lag-
skiftingu. Ógreinileg blaðför sá eg í honum, og
för eftir kvist eða rætur.
e. 9 cm. leirbrandur. Lag þetta var sundurslitið og
óreglulegt.
f. 2—3 m. sandkendur grófgerður leirsteinn.
Lögum þessum hallar inn undir basaltið, og auk
þess niður eftir gilinu, eins og áður er getið. Surtar-
brandurinn er bér lítill og óverulegur, reyndar er
hér nokkuð af viðarbrandi (lag c), en stofnarnir eru
svo strjálir, að varla mun borga sig að grafa eftir
þeim.
Viðarbrandur frá þessum stað reyndist mér þannig:
Eðlisþyngd 1.33.
Aska 8,80°/o.
Staður þessi er merkilegastur vegna hinna fögru
blaðsteingervinga, er þar finnast. Getur Þorvaldur
Thoroddsen þeirra í ferðabók sinni1). Blaðleifar þess-
ar fann eg nyrzt í leirskriðunni, þar sem malareyrin
við ána endar. far fyrir norðan tekur við grasigró-
inn halli frá berginu niður að ánni. Þar lágu trjá-
blöðið í Ijósgráum fíngerðum leirsteini (áframhald af
lagi d) um 2 m. fyrir neðan rætur basaltsins, en
2—3 m. fyrir ofan sjálfa ána. Voru þau álitum sem
fagurlega teiknaðar dökkar myndir á hinum Ijósleita
grunni. Þar voru aílöng blöð heilrend, áþekk gul-
víðisblöðum, voru þau 10 crn. Iöng og 3 cm. á breidd.
Öðrum svipaði mest til birkiblaða, nema miklu
stærri, 7—8 cm. löng og 5 cm. breið. Þar voru og
1) II, 48.