Andvari - 01.01.1918, Page 82
40
Um surtarbrand
[Andvaii.
handrifjuð blöð, sepótt með sagtenlum röndum 10—
12 cm. í þvermál, og ýmsar fleiri tegundir.
Blaðförin voru svo skýr, að hver smátaug og skerð-
ingar i blaðrendurnar sáust greinilega. Eru steingerv-
ingar þessir mestu skrautgripir fyrir söfn að eiga.
7. Merkjagil.
í Tungudal fyrir sunnan Grýlufoss en út frá
Hlíðarseli, fellur dálítill lækur í gili niður lilíðina
að austan ofan í Tunguá; heitir það Merkjagil. í
syðri gilkinninni blasa við mislitar leirmyndanir, en
lögin voru svo skriðuorpin, að eg gat eigi kannað
þau, eða mælt til hlítar. Aðalskipun jarðlaganna sást
þó nokkurn veginn, og var hún þessi:
a. (efst) Basalt (»horngrýti«) allhátt í gilinu.
b. Mórautt þursaberg(?).
c. 6 m. ljóst vikurtúlT; neðst í því fann eg stofn
af viðarbrandi.
d. ca. 3 m. mórauðar leirmyndanir.
e. 2 cm. sleinbrandnr.
Lögum þessum hallar inn í hlíðina (um 12° til
NA.).
Það sem eg gat séð af brandlögum þessum, var
mjög óverulegt, en verið getur, að veigameiri lög sé
dulin hér undir losinu í skriðunum.
Leirjárnssteina með stórum blaðleifum fann eg á
þessum stað (í iagi d). Hafa þess konar jurtaleifar
eigi fundist hér áður.
Staður þessi liggur hér um bil 130 m. yfir sjávar-
mál, en vegalengdin til sjávar er rúmir 6 km.
8. Hjálparholt.
í holtunum suðvestur af Tröllatungu, austanvert