Andvari - 01.01.1918, Page 86
44 Um surtarbrand [Andvari.
r. 70 cm. surtarbrandur, meiri hlutinn stein-
brandur, þó allmikið af viðarbrandi
innan um á dreif.
19. 80 — leirlag.
s. 3 — surtarbrandur, að mestu viðarbrandur.
20. Leirmyndanir, en óvíst um þykt þeirra, því að
lengra niður urðu lögin ekki rakin.
Lögum þessum hallar um 15° upp að fjallshlíð-
inni, hæð þeirra yfir sjávarmál mældist mér um
145 m.
Hæðin milli efsta og neðsta brandlagsins er 3,63
m. Samanlögð þykt allra brandlaganna (a—s) er
um 1,87 m. en þykt leirlaganna á milli þeirra (2—
19) hér um bil 1,75 m.
Aðalbrandlagið (r), er talsvert blandað, þannig eru
í því nokkur þunn sandkend leirlög um 5 cm. á þykt
til samans.
Sumt af steinbrandinum í því er mjög sandborið,
en talsvert er þó heldur álitlegt, með hrafnsvörtum
gljáandi lagröndum. Allur ílísast steinbrandurinn í
flögur við þurkinn. Viðarbrandurinn er kolsvartur
og gljáandi í sárið, en viðarvendin er þó skýr.
Stærsti stofninn, er eg sá í laginu, var 20 cm. í
þvermál; en 8 cm. þykkur.
Sýnishorn tók eg úr lagi þessu tæpan metra inn
frá yfirborði.
Reyndust þau þannig:
Viðarbrandur. Eðlisþyngd: Í.33. Aska 9.68°/o»
Steinbr. lakari teg.1)-------- 1.57. — 43.16.
Svipuð að útliti eru hin þykkustu brandlögin (ra
1) Eg hafði eigi sýnishorn af betri teg. steinbrandsins.