Andvari - 01.01.1918, Side 87
Andvari].
Um surtarbrand
45
og g). Annars voru ílest hin þunnu lög uppi í skrið-
unni laus í sér og sandborin, en eg gat ekki kannað
þau nema fremst, þar sem frost hafa náð til þeirra;
er líklegt, að þau sé þéttari og heillegri, er inn kem-
ur í lögin.
Vegna þess, hve lög þessi eru þykk, væri ástæða
til að kanna þau nánar með því að grafa inn i
lögin og vita, hvernig brandurinn er þar, og prófa
náið gæði brandlaganna. Reyndar er ekki álillegt að
hefja hér nám, vegna ýmsra annmarka, nema lögin
reyndist mun betri en í lljótu bragði virðist. Vega-
lengdin til sjávar er um 6^/2 km., en gott dráttar-
færi mun vera þá leið niður eftir ánum að vetrin-
um ofan að Tungugröf, en þar er gott skipalægi.
Lögunum hallar mikið inn á við; rnundi það
verða til talsverðra óþæginda við nám. Lögin ofan
á brandinum eru losaleg og geta því ekki myndað
fulltraust þak yfir námugöngum, nema þau sé mun
þéttari þegar inn kemur.
í holtinu rétt fyrir sunnan lög þessi, en lítið eitt
neðar, fann eg talsvert af leirjárnssteinum með skýr-
um blaðförum, og öðrum smágerðum jurtaleifum.
Lágu steinar þessir þar ofanjarðar í leirflögum. —
Hafa slíkar menjar ekki fundist hér áður.
Surtarbrandslögin liggja að líkindum óslitin inn
allan dalinn að austan, en eru hulin af mýrum og
malarruðningi á flestum stöðum. Kunnugir menn
sögðu mér, að viðarbrandsflögur hefði stundum
fundist í mýrajöðrum, neðanvert við hlíðarlöggina
inn eftir dalnum. Eins kvað vera surtarbrandur í
holtum hjá svo nefndum Svarthamri fremst í daln-
um að austan; getur Þorvaldur Thoroddsen þess í