Andvari - 01.01.1918, Page 89
AndvariJ.
Um surtarbrand
47
Austan við Miðdal er og snarbrött hamrahlíð 390—
440 m. y. s., en þaðan fara fjöllin smálækkandi NA.
að mynni Steimgrimsfjarðar, og í Kollafirði fer halli
jarðlaganna á því svæði í sömu átt, og stendur í
nánu sambandi við myndun Ivollafjarðar og Stein-
grímsfjarðar.
Vestanvert í Miðdal, skamt fyrir sunnan insta bæ-
inn Tind, er sérstakt klettafell í lilíðinni er heitir
Torffell. í norðurenda þess eru gráar og rauðleitar
leirmyndanir, koma þær greinilegast í ljós í gilfarvegi
við fellsendann. í leirskriðu sunnan megin gilsins
eru þessi lög:
a. (efst) 3—4 ni. grá leirsteinslög með örþunnum
lögum af steinbrandi.
b. 19 cm. steinbrandur, innan um hann eru nokkur
þunn leirmót, og sjálfur virðist hann vera held-
ur leirborinn og óásjálegur.
c. Grár leirsteinn mjög sprunginn og laus í sér, ó-
víst um þykt hans; þar fyrir neðan taka við
malarskriður. Lögunum hallaði nokkuð til vesl-
urs upp að hlíðinni.
Staður þessi er hér um bil 140 m. hátt y. s. Vega-
lengdin héðan heim að Tindi er um 1 km., en frá
Tindi til sjávar 4V2—5 km.
12. Hólar í Miðdal.
Innar í dalnum suður af ToríTelli, eru einkenni-
legir malarhólar á alllöngum kaíla (um 1 km.) fram
með Miðdalsá, og upp af þeim skriðuorpnar öldur
og mishæðir, er ná allhátt upp eftir hlíðinni vestan-
megin árinnar. Heitir svæði þelta Hólar.
Víða framan í hólurn þessum sér fyrir mórauð-
um, gráum og Ijósleitum leirmyndunum alla leið frá