Andvari - 01.01.1918, Page 92
50
Um surtarbrand
[Andvari.
í svokölluðu Stóragili uppi undir Hlíðarskarði út
og upp af Hlíð er skipun jarðlaganna þessi:
a. (efst) 130 m. y. s. 4—6 m. þursaberg, er liggur
alveg upp að skarðbrúninni; lag þetta þyknar er
lengra kemur til norðurs með skarðinu.
b. 4—5 m. mógrá ogdökk leirsteinslög. Efst í því upp
undir þursaberginu stöku stofnar af viðarbrandi,
og kvistir neðar í dökkum mjúkum Jeirsteini.
c. 2—3 m. basaltlag.
d. 20—25 m. Jjósar og móleitar leirmyndanir, verða
raktar niður að ca. 90 m. hæð yfir sjó.
e. Þar fyrir neðan eru basalllög með nokkrum
þunnum millilögum af rauðleitum leirsteini. Ná
þau alla leið niður að fjöru.
Utar í Hlíðinni hefi eg fundið flögur af steinbrandi
í litlum læk; voru þær talsvert neðar en lagið með
viðarbrandinum (b). Hygg eg, að þær hafi heyrt til
neðri leirlögunum (d). En eigi gat eg séð það með
vissu, því að jarðlögin kringum þær voru að mestu
hulin af grassverði og möl.
Sýnishorn af viðarbrandi, er eg prófaði frá þessum
stað, reyndist þannig:
Eðlisþyngd 1.29.
Aska 4.22 °/0.
Samkvæmt því, sem eg fékk athugað, virðist lítið
vera af surtarbrandi í lögum þessum, að eins stofn
og stofn á stangli, og þunnar flísar af steinbrandi á
stöku stað, en alt of veigalitlar til þess, að leggjandi
sé verk í að ná þeim upp til eldsneytis. En verið
getur, að eitthvað þykkri og heillegri brandlög, en eg
fann, sé dulin hér undir grasbrekkum út hlíðina.