Andvari - 01.01.1918, Page 93
AndvariJ.
Um surtarbrand
51
2. Haugbjörg í Mókollsdal.
Mókollsdalur i Kollafirði er kunnur orðinn, vegna
postulínsleirsins, sem þar hefir fundist, sem mikið
var hugsað um að nota á 18. öld, og bæði Eggert
Ólafsson, Olavius og N. Mohr hafa lýst. Það var
einnig kunnugt, að Þrúðardalsá, er rennur eftir daln-
um, bar stundum fram surtarbrandsmola, en eigi
vissu menn, hvaðan úr dalnum brandur sá væri
kominn1).
Sumarið 1896 gerði eg leit eftir surtarbrandinum
i Mókollsdal, og fann þá víðáttumiklar surtarbrands-
myndanir hátt uppi í hlíðinni austanvert í dalnum,
bæði þykkar leirmyndanir, steingerð blöð og surtar-
brand. í sumar gat eg ekki kannað lögin, svo að
það, sem hér er sagt, styðst við eldri athuganir.
Syðst í dalnum að austan kemur surtarbrandur í
Ijós í svo nefndum Haugbjörgum upp af Mókolls-
haug, hér um bil 380 m. y. s.
Jarðlagaskipun umhverfis brandinn er þessi:
a. (efst) Allmörg basaltlög er mynda efri hluta
Haugbjarganna (brúnin um 500 m. y. s.).
b. 8—10 m. grófgert sandkent móbergslag með
palagonit-kornum.
c. 15—20 m. gráleitt basalt þétt og liart, tvö lag.
d. 18—20 m. leirsteinsmyndanir með surtarbrandi
(um 380 m. y. s.).
e. Basalt dökt að lit, laust í sér með gljáandi ílög-
um. Þar fyrir neðan taka við skriður. Röndum
jarðlaganna hallar til NA.
Lagið, sem brandurinn er í, nær yfir alllangan
1) Olavius: Oeconomisk Reyse bls. 155.
4*