Andvari - 01.01.1918, Page 94
52
Um surtarbrand
[Andvari.
kafla í björgum, en eigi gat eg kannað það nema á
100—200 m. kafla upp aí Mókollshaug, þar var
beldur lítið af brandi í því, mest strjálir stofnar af
viðarbrandi og þunn lög af steinbrandi. Lögin eru
því óálitleg til náms, og auk þess hér um bil ókleift
með flutning til bæja vegna óvegar. Vegalengdin til
sjávar (í Kollafjörð) er fullir 9 km.
3. Hrútagil í Mókollsdal.
Leirmyndanir þær, er brandinum fylgja í Haug-
björgum, koma einnig í ljós utar í dalnum að aust-
an, í svo nefndu Axlargili, en surtarbrand fann eg
þar þó ekki. Þaðan eru óslitin leirlög framan í svo
kölluðum Hjöllum; sá eg þar á nokkrum stöðum
lausar surtarbrandshellur utan í leirskriðunni.
Greinilegast sjást jarðmj'ndanir þessar í Hrútagili,
er skerst niður hlíðina nyrzt um hjallana. Er surtar-
brandsmyndunin þar efst í gilinu neðan við foss í
efstu hlíðarbrúninni. Sést brandurinn og fylgilög hans
bezt í braltri skriðu sunnan megin gilsins.
Aðalskipun jarðlaganna er þessi:
a. (efst) basalt, kemur fram í fossinuin og hlíðar-
brúninni.
b. 20 m. (320—300 m. y. s.) mórauðar og gráleit-
ar móbergsmyndanir. Neðan til við miðju þess
W—50 cm. þijkt lag af steinbrandi, en innan um
það mikið af viðarbrandi; standa breiðir og
þykkir stofnaendar út úr laginu. Ofar eru nokk-
ur þynnri lög af steinbrandi og strjálingur af
viðarbrandsstofnum.
c. 25 m. (300—275 m. y. s.) grá og móleit sand-
og leirsteinslög. Strjálar brandflísar hittast í lög-
um þessum ofan til, en engar þegar neðar dreg-