Andvari - 01.01.1918, Page 95
AndvariJ.
Um surtarbrand
53
ur. Þau eru auðsælega mynduð í vatni, því að
þau eru greinilega lagskift.
d. 75 m. (200—275 m. y. s.) ólagskift móberg. Efst
og neðst er lag þetta brúnleitt eða mógrátt sand-
kent, um miðbikið leirsteinskent, svart og gljáði
líkt og kol (»kolaberg«). Hér var engar brand-
leifar að finna. Að líkindum er lag þetta gömul
móhellumyndun.
Neðar í gilinu skiftist á basaltlög og grjóthörð
móbergs- eða þursabergslög niður að dalbotninum (100
m. y. s.). Brandlögunutn hallar talsvert til austurs.
Hér mætti fá mikið af góðum viðarbrandi til elds-
neytis, en um gæði steinbrandsins þori eg ekkert að
fullyrða, því að eg hefi ekki reynt neitt sýnishorn af
honum. Lögin sjálf virðast heldur aðgengileg til náms,
en vegalengdin til sjávar er svo mikil (um 6 km.)
og vegur ógreiðfær, að lítt kleift er að nota lög þessi,
nema ef til vill lítilsháttar frá næstu bæjum.
Staður þessi er merkilegastur vegna hinna miklu
jurtasteingerfinga, sem þar eru. Um miðbik lagsins
c, er fíngerður allharður leirsteinn, mógulur að lit,
sem kljúfa má í þunnar hellur. í hellum þessum er
urmull af steingerðum blöðum, sem mótast hafa svo
skýrt í steininn, að sjá má hverja smátaug og blað-
skerðingu. Ganga blaðmót þessi næst steingervingun-
um í Tröllatungu að fegurð. Það, sem eg hefi safnað
hér, er enn óákvarðað. En í safni héðan, er eg sendi
próf. A. G. Nathorst jarðfræðingi í Stockhólmi, hefir
hann fundið blöð af tveim bækitegundum. (Fagus
Antipofi, Hr. og F. macrophylla, Hr.). Hafa eigi áð-
ur fundist skýrar leifar af bækitré í surtarbrandslög-
um hér á landi1).
1) Áöur haföi O. Herr fengið frá íslandi brot af blaö-