Andvari - 01.01.1918, Page 98
56
Um surtarbrand
I Amlvari.
fossinum, og brandurinn að mestu upp unninn. f*ó
sjást enn brandflísar innan um leirbergið í útjöðrum
hellisins, og austan við hann eru nokkur lög af við-
arbrandi með millilögum af leirbrandi. Fyrir nokkru
kannaði stúd. mag. Skúli Skúlason frá Odda lög
þessi, og lét þá meitla gröf ofan í hellisgólfið bér
um bil 1 m. á dýpt. Far eru nokkur lög af svört-
um leirsteini, er drukkið hafa í sig kolakend efni úr
viðarbrandslögunum* 1 2).
í gilbarminum austan við foss þennan, fann Ólaf-
ur bóndi Árnason á Gili surtarbrandslög fyrir nokkru.
Þar hefir verið tekið upp talsvert af brandi veturinn
1916—1917, og nú hafa menn í hyggju að reka þar
meira nám. Hér er jarðlagaskipunin þessi:
a. (efst) 4—6 m. grjóthart móberg eða þursaberg
með smáum eitlum.
b. 50—53 cm. surtarbrandur, að mestu hreinn við-
arbrandur.
c. 100—107 cm. svartur og dökkgrár leirsteinn. —
Viðarbrandsflögur sjást í honum á stöku stað,
og víða hefir hann drukkið i sig talsvert af
kolakendum efnum.
d. 45—70 cm. að mestu hreinn viðarbrandur.
e. Dökkar og gráleitar leir- og sandsteinsmyndanir.
I skriðu nokkru neðar við ána, koma leirlög
þessi skýrara í ljós, þar er undirlag þeirra dökk-
leitt basalt.
Brandlögin (bogd) eru mynduð af samanpressuð-
1) Ef til vill hefir hann tekiö af leirbrandi þessum sýn-
horn þau, er hann fékk Ásgeiri Torfasyni til prófunar úr
Bolungarvík. Pau reyndust þannig:
1. efst úr lagi. Raki 21.3. Aska 60.3. Brennanl. efni 18 °/o.
2. neðst— — — 28.7. — 60.5. — — 10.6°/o.