Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 99
Andvari].
Um surtarbrand
57
um trjábolum; eru sumir þeirra móleitir, með skýrri
viðarvend, og þola nokkra sveigju, aðrir hrafnsvartir
stökkir, með óskýrari viðarvend. Inni á milli stofn-
anna í laginu eru þunnar flísar af steinbrandi, sem
virðist lítið eitt leirborinn; er að sjá, sem hann haíi
í öndverðu myndast í millibilunum milli trjábolanna.
Brandurinn logar vel og er talinn gott eldsneyti af
þeim, sem hafa reynt hann.
Eg tók synishorn af stofnum úr báðum lögunum
utarlega. Reyndust mér þau þannig:
b. (Efra lagið): Eðlisþ. 1.34. Aska 6.73%.
d. (Neðra lagið): — 1.30. — 3.07%.
Sýnishorn úr báðum lögunum, er eg sendi til próf-
unar á Rannróknarstofu landsins, reyndist að með-
altali sem hér segir:
Raki..............21.05%.
Aska í þurrefni. . 11.91%.
Notagildi . . . . 2710 hitaeiningar.
Eg valdi úrvalsstykki af viðarbrandi; var það þétt
og hart með óskýrri viðarvend og lirafnsvart að lit.
Eg sagaði það til og vóg það, og mældi nákvæm-
lega rúmtak þess. Reiknaðist mér, að 1314 kg. af
slíkum brandi mundi rúmast í m8. Eðlisþyngd þessa
mola var 1.32.
Leirsteinninn (c) milli brandlaganna, er viða svo
dökkur, að ýmsir hafa haldið, að hann væri surtar-
brandur. Hefir hann verið reyndur i eldi, og telja
sumir, að hann hafi talsvert hitagildi og geri góða
glóð með öðru eldfimara eldsneyti. Reyndar getur leir-
lag þetta ekki talisl eldsneyti, en sumt af leirnum
liefir þó drukkið í sig talsvert af kolakendum efnum,
og ef til vill olíu úr brandlögunum, sem skapað get-
ur nokkurn hita við brenslu.