Andvari - 01.01.1918, Page 100
58
Um surtarbrand
Andvari].
Námugöng hafa verið gerð beint inn í Iögin 10 m.
löng. Sunnan megin við þau enduðu brandlögin; er
þar leirsteinsveggur frá námugólfinu til lofts. En
norðan við göngin haldast brandlögin óslitin með
svipaðri þykt frá námuopinu svo langt inn sem
göngin ná, nema neðra lagið (d) var þykkast inst
(70 cm.). Hér um bil 12 m. fyrir norðan syðrivegg
námuopsins gengur basaltgangur upp í gegn um
brandlögin og móbergið ofan á þeim. Nær hann yfir
þvert árgilið. Hefir áin brotið hlið á hann og mynd-
ar þar þriggja m. háan foss.
Lögunum hafði verið rutt frá spöl norður fyrir
námuopið, svo að eigi var nema 5 m. kafli óhreins-
aður sunnan við basaltganginn. Voru brandlögin
jafnþykk svo langl norður, sem grafið var. Er því
sennilegt, að brandlögin hafi verið óslitin þennan 12
m. spöl frá syðri vegg námuopsins norður að basalt-
ganginum. Flatarmál þeirra væri þá eins langt inn
og námugöngin ná 10X12 m. = 120 m2.
Gólfmál námunnar, sem búið var að vinna, var
18.5 m2. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi bónda
Árnasyni koinu 28.8 smálesfir af brandi úr því svæði,
eða .hér um bil 1.5 smálestir úr hverjum m2 af
gólfmáli námunnar. Samkvæmt þessu ætti hér um
bil 180 smálestir af brandi að hafa verið í fyrrnefnd-
um 120 m2 kafla áður en byrjað var að vinna. Af
þessu er búið aö nema um 29 smálestir, en eftir
ætti að vera rúmar 150 smálestir, ef þykt brandsins
er hin sama á þeim hluta, sem enn er ónuminn.
Líklegt er, að brandlögin nái að mun lengra inn
en námugöngin, þar sem brandurinn hefir sömu
þykt eða heldur meiri inst í göngunum; annars er
ekkert liægt með vissu að fullyrða um útbreiðslu