Andvari - 01.01.1918, Page 101
Andvari].
Um surtarbrand
59
brandlaganna, þar sem eigi verður komist að þeim
nema á eina hlið. í gilkinninni sömu megin 68 m. fyrir
norðan basaltganginn, fann eg örlitlar brandflísar
framan í skriðu; lét eg grafa þar til kom þar í Ijós;
a. (efst) Viðarbrandslag; eigi var til fulls grafið frá
því, svo að þykt þess yrði mæld.
b. Leirsteinn 15—20 cm. Ef til vill er það áfram-
hald milli lagsins (c) í námunni, þó að það sé
miklu þynnra.
c. 50 cm. hreinn viðarbrandur.
d. 6—7 m. leirsteinsmyndanir.
e. Basalt.
Hér liggja brandlögin nokkrum metrum lægra en
í námunni. Enn var grafið 45 m. norðar og neðar
í gilbarminum, og urðu þar fyrir flísar og molar af
surtarbrandi, en eigi var komið að föstu lagi þegar
greftinum var bætt. Ekki er ósennilegt, að brandlög-
in nái saman undir skriðunum, 120 m. kafla frá
námuopinu norður að norðustu gröfinni. f*ó verður
ekkert um það fullyrt, því að brandlögin geta þynst
og þyknað á víxl, og liorfið á sumum köflum. Og
einmitt á þessum stöðum virðast brandlögin venju
fremur óregluleg og sundurslitin, eins og sjá má af
reynslunni með gömlu námuna undir fossinum, og
takmörkun brandlaganna suður á bóginn í nýju
námunni. Verið getur, að jarðrask hafi kubbað lögin
í sundur og haggað stöðu þeirra, svo að brandlögin
hafi sigið á köflum og hækkað annarsstaðar; þarf
góðan tíma og nána athugun á jarðlögunum í kring
til að greiða úr sliku.
Jarðlagaskipunin í námunni virðist hagkvæm til
náms. Lögunum ballar litið eitt inn og til norðurs
eftir gilstefnunni. Ofan við efra brandlagið er mó-