Andvari - 01.01.1918, Page 103
Andvari).
Um surtarbrand
61
mestum örðugleikanum og hleypa stórum fram verði
brandsins. Fyrst yrði að búa til veg út úr gilinu um
150 m. spöl frá námunni út gilkinnina að austan;
til þess þarf að sprengja hlið á basaltganginn norð-
an við námuna; þar fyrir neðan mætti vinna tvent
í einu, moka frá brandlögunum, sem þar eru, og
kanna útbreiðslu þeirra, og gera um leið vegsneið-
ing eftir brekkunni út úr gilinu.
Vegur með akfærum halla niður að Gili mundi
verða minst 15 km. Er vegarstæðið heldur gott; þá
leið kvað og oft vera dragfæri á vetrum. Vegalengd-
in frá Gili niður á Malir (Bolungarvík) er um 4.5
km. Er sú leið um flatlendi og að miklu leyti ak-
fær þegar þurt er uin, en þyrfti þó nokkra lagfær-
ingu á köflum. Dráttarfæri kvað og stundum vera að
vetrinum frá Gili niður dalinn út svo kallað Mið-
dalsvatn, sem er 2 km. langt og þaðan um ós til
sjávar austanvert við Bolungarvík. Þar er allgóð
lending í svo nefndri Ósvör.
2. Lifrarhjalli.
Eg kannaði nokkuð hlíðina vestan megin Syðridals,
einkum upp af Geirastöðum. Nokkrar leirsteinsmjmd-
anir fann eg þar í gili (um 200 m. y. s.) svipaðar
þeim, sem brandinum fylgja, en engan surtarbrand.
Ernir heilir fjallið milli Syðridals og Tungudals
(688 metra bátt yfir sjó). Vestan megin í fjallinu
í SV. frá Hóli er klettahjalli, sem heitir Lifrar-
hjalli. Var mér sagt, að þar hefði fundist surt-
arbrandur. Fór eg þangað upp með nokkra menn
og þekti einn þeirra vel staðinn, þar sem brand-
urinn fanst. Upp af hjallabrúninni eru mórauðar og
gráleitar leirsteinsmyndanir 180—200 m. hátt yfir