Andvari - 01.01.1918, Page 104
62
Um surtarbrand
JAndvari,
sjó. Engin brandlög fann eg þar; var þó grafið þar_
sem brandurinn hafði fundist, en á einum stað fann
eg dálitla viðarbrandshellu lausa í skriðunum. Ugg-
laust heyra leirmyndanirnar til fylgilögum surtar-
brandsins, en brandur er hér varla nema stofn og
stofn á stangli.
3. Skálavíkurheiði.
Frá Lifrarhjalla fór eg yfir mynni Tungudals og
upp Hlíðardal sunnanverðan; þar er alt skriðuorpið á
þeirri hæð, er vænta mætti surtarbrandsins. Ur botni
Hlíðardals liggur Skálavíkurheiði ofan í Breiðabóls-
dal áleiðis til Skálavíkur. Er heiðin að eins lágur
þröskuldur milli dalbotnanna (245 m. y. s.).
Vestan í heiðarhallanum fann eg leirlag og surtar-
hrand um 230 m. hátt yfir sjó. Koma lögin í ljós
á kafla beggja megin við læk, sem rennur af heið-
inni, nálægt því sem gatan liggur yfir lækinn. Eg
gat eigi kannað lögin nægilega; verður það eigi gert
nema með talsverðum grefti, því að alt er leirorpið
hér í kring. Lausa viðarbrandsbúta og steinbrands-
flögur sá eg þar í leirnum. Á litlum kafla í læknum
sá til undirlagsins; voru lögin, sem sáust, 70—80 cm.
þykk; skiftust þar á Ijósleit leirlög 1—2 cm. á þykt,
og surtarbrandslög, þau þykkustu 10 cm. Þar var
bæði steinbrandur og allmikið af viðarbrandi. Var
steinbrandurinn að sjá mjög leirborinn og óásjálegur,
en viðarbrandurinn er víst golt eldsneyti. Sýnishorn
héðan reyndust þannig:
Viðarbrandur: Eðlisþyngd 1.25. Aska 4.16°/o-
Steinbrandur: — 1.60. —
Vegalengd héðan yfir heiðina niður Hlíðardal til