Andvari - 01.01.1918, Page 105
Andvari].
Um surtarbrand
63
Bolungarvíkur er 6—7 km. Gott dráttarfæri kvað
vera niður dalinn að vetrinum.
Síðar frétti eg, að brandflögur hefði fundist í aur-
Hám austan megin heiðarinnar í drögum Hlíðardals.
Er líklegt, að þar sé áframhald sömu brandlaganna.
Væri vert að kanna það nánara, því að þaðan væri
stórum hægara að ná brandi úr Bolungarvik, vega-
lengdin eigi nema 4 km. og sparaður örðugur þrösk-
uldur þar sem heiðin er.
4. Ból.
Af heiðinni gekk eg út norðurhlíð Hlíðardals; er
hún hulin skriðum og stórgrýtisurðum upp fyrir
hæðarmörk surtarbrandsins. Yzt í hlíðinni, beint
norður af Mölunum, eru skriðuorpnir hólar uppi undir
hömrunum, með skálmynduðum kvosum, þær heila
Ból. Þar er mikið af mislitum leirsteinsmyndunum í
skriðunum á 200—235 m. hæð y. s. Á einum stað
eru hvítleitar leivllogur með dökkum förum eftir
jurtastöngla eða rætur, en engin blaðmót gat eg
fundið þar. Líklega er leirinn forn jarðvegur, er
plönturnar hafa vaxið í. Viðarbrandsstofn sá eg í lög-
unum skamt fyrir ofan hvíta leirinn. Lítið eitt utar
og neðar voru nokkrir viðarbrandsbútar utan í brattri
skriðu, innan um gráar og Ijósleitar leirsteinsílögur.
Líklega eru hinar sömu surtarbrandsmyndanir hér
undir skriðunum, sem liggja út Stigahlíð skamt fyrir
utan, en jarðlagaskipunin sést ekki greinilega vegna
malarruðnings. Væri liér um heilleg surtarbrandslög
að ræða, sem eg lel hæpið, lægi þau vel til náms
fyrir Bolvikinga, því að stutt er hingað úr kauptún-
inu, og vel mætti flytja brandinn niður hlíðina ettir
fönnum að vetrinum.