Andvari - 01.01.1918, Page 106
64
Um surtarbrand
[Andvari.
5. Breiðhilla.
Breiðhilla liggur frá Bólunum út Stigahlíð. Þar
eru gamalkunn surtarbrandslög og hafa menn úr
Bolungarvík oft sótt þangað brand þegar skortur hefir
verið á eldsneyti. Eg áræddi ekki út í hilluna, því
að hún er ekki fær nema góðum klettagöngumönn-
um, sem ekki eru lofthræddir. En fylgdarmaður
minn, Sigurður Kristjánsson kennari á ísafirði, fór
þangað út og náði sýnishornum af brandinum; eftir
lýsingu lians munu brandlögin þar vera mjög svipuð
og í Skálavíkurheiði, allmörg þunn lög af'steinbrandi
og viðarbrandi með örþunnum millilögum af Ijós-
leitum leirsteini.
Þorvaldur Tlioroddsen lýsir lagskipuninni þannig:
»Efst er gráblár leir hvítur og rauðleilur á yíirborði,
svo móleitur leir og hvítur, liggja surlarbrandslögin
þar innan um*1). Ziener hefir lýst brandlögum þess-
um2). Segir hann, að lögin austast í liillunni sé ó-
heilleg og sjáist ekki nema á köflum í skriðunum.
Utar hjá Núpsófæru segir hann, að lögin sé betri og
víðáttumeiri, þar sjáist þau óslitið á nær 160 m. (80
Lachter) kafla. Lagskipunin er eftir lýsingu hans á
þessa leið:
a. (efst) Hamrar.
b. 50—100 cm. rauður grófur sandur.
c. 21—2(3 cm. sleinbrandur.
d. 25—50 og sumstaðar 100 cm. viðarbrandur.
e. Gráberg (Basalt?)
Sleinbrandur, er eg fékk hér er að lillu eða engu
1) Ferðabókin II, bls. 120—121.
2) Olavius: Oeconomisk Reyse bls. 737—740.