Andvari - 01.01.1918, Page 107
Andvari].
Um surtarbrand
65
gagni, en viðarbrandurinn er álitlegt eldsneyti, svart-
gljáandi og stökkur með óskýrri viðarvend. Sýnis-
horn reyndust þannig:
Viðarbrandur: Eðlisþyngd 1.36. Aska 12.40%.
Steinbrandur:--------- 1.52. — 54.93%.
Brandurinn í Breiðbillu er hér um bil 235 m. hátt
y. s.; neðan við liann er snarbrött skriða og meira
en 200 m. háir hamrar niður í sjó. En uppi yfir er
400 metra hár hamraveggur, sem stöðugt grjóthrun
er úr, einkum eftir rigningar. Það er því ekki árenni-
legt að vinna hér að brandnámi. Hefir það komið
fyrir, að menn, sem hafa verið þar að taka brand,
hafa orðið fyrir grjótkasti og hlotið limlestingu eða
bana. Brandinn hafa menn orðið að bera á bakinu
inn hilluna, en á stöku stað hafa .rnenn getað rent
honum niður gilslcorninga þar sem fjara var undir,
og sólt hann síðan á bát. Vegna þessara annmarka
er ekki leggjandi í kostnað við nám í Breiðliillu.
Miklu nær að leita fyrir sér í Skálavíkurheiði, því
að sjálfsagt eru brandlögin þar framhald Breiðhillu-
laganna, er nái þvert í gegn um fjallið.
6. ðshlíð.
Eg hafði ekki tíma til að kanna hlíðina vestan við
Syðridal, og eigi heldur Óshlíð innanvert við víkina.
Sagt var mér, að surtarbrandur hefði fundist uppi við
hamra út og upp af bænum á Ósi. Hann hefir ekk-
ert að kalla verið notaður, enda kvað brandurinn
vera á óaðgengilegum stað og heldur lítið afhonum.
Eg fór sjóveg úr Bolungarvík til ísafjarðar; var mér
þá bent á, hvar brandurinn hefði fundist; er það
framan í Óshorni hér um bil 200 m. upp frá sjó.
Basaltlögin undir brandinum eru dökkleit og heldur
Andvari XLIII. 5