Andvari - 01.01.1918, Page 109
Andvari].
Um surtarbrand
67
lögð þykt þeirra á mismunandi stöðum var 11 —17
cm. Verður þá brandlagaþyktin hér um bil 50 cm.
Steinbrandurinn er heldur leirborinn og talsvert af
leirmótum í honum, en virtist þó vel nothæft elds-
neyti. Meiri hluti viðarbrandsins er álitlegur til elds-
neytis, en stöku stofnar voru steinrunnir og þvi þungir
í sér og öskumiklir. Var askan úr þeim eintómir
fínir þræðir og nálar, líklega af því að steinfyllingin
hefir lagast eftir leiðistrengjunum í viðnum1).
Sýnishorn héðan reyndust þannig:
Viðarbrandar steinrunninn: Eðlisþ. 1.62. Aska 38.14%.
Steinbrandur...............— 1.39. — 25.47%.
Kristján Torfason kaupm. á Flateyri lét byrja hér
á námi nær mánuði áður en eg kom. Stýrði stúd.
art. Steinn Emilsson frá Kvíabekk náminu; hafði
hann kynst námugrefti í Noregi. Höfðu 5 menn unn-
ið að náminu, þar af tveir unglingar. 12 dagar gengu
í að ryðja frá lögunum og undirbúa námið. Aðra 12
daga hafði verið unnið beint að brandnámi; var eft-
irtekjan 20 smólestir af brandi. Iíoma þrjú dagsverk
á hverja smálest. Vinnutími var 10 klukkustundir.
Tæki notuð við námið voru: meitlar, sleggjur, járn-
karlar og hakar. þrúðtundur (Dynamit) var notað
til hjálpar og fóru 6 kg. við að ná þessum 20 smá-
lestum af brandi. Gerð höfðu verið tvö samhliða
námugöng 2 m. breið 6 m. inn í bergið; voru skildir
eftir stuðlar milli þeirra 2 og ll/a m. á hvorn veg.
Hæð námunnar var 2 m.
Gólfmál námunnar, sem brandurinn liafði verið
tekinn úr, var 28,5 m.2, samkvæmt því hafa fengist
1) Eg tók sýnishorn hér til prófunar á Rannsóknarstofu
landsins, en hefi enn eigi fengið skeyti um pað livernig
pau hafi reynst.
5