Andvari - 01.01.1918, Page 110
68
Um surtarbrand
I Andvari.
hér um bil 702 kg. af brandi úr m.2. Nú er brand-
lagið 50 cm. á þykt; ætti þá hver m.3 af brandlaginu
að gera 1404 kg., fer það nokkuð nærri eðlisþyngd
steinbrandsins. Rúmtak námunnar var 57 m.3, fóru
60 dagsverk að losa bæði brand og leirstein úr þessu
rúmi. Hefir þá maðurinn á dag losað 0,95 m.3 af
leirsteini og surtarbrandi, þar af er x/a hluti brandur1).
Hreinsað hafði verið frá brandlögunum vestan við
fossinn á 12 m. kafla; þar fyrir vestan er all jarð-
orpið, svo að hvergi sést til laganna. Það sést einn-
ig fyrir þeim undir sjálfum fossinum, en þau hverfa
undir skriðu austan við fossinn.
Botnlagi námunnar og brandinum sjálfum hallar
um 15° inn í fjallshlíðina veldur það nokkrum ó-
þægindum við námið. Inst í námunni virtist þó hall-
inn fara minkandi.
Hið rauðbrenda Ieirsteinslag (b) myndar náinu-
loftið; er það vel traust og samgróið basaltinu fyrir
ofan.
Yegalengdin frá námunni niður að sjó hjá Botni
er rúmur 1 km. en hlíðin er brött uppi undir nám-
unni. Vegur með akfærum halla myndi því verða
1,5—2 km. Ofan til er vegarstæði heldur grýtt og
klettaþrep, sem þarf að sneiða fyrir. Hjá Botni kvað
vera allgóð bátalending og lægi stórum skipum
nokkuð undan landi. Reynt var að ílytja brand á
hesti til sjávar frá námunni. Hver ferð tók 50 mín-
útur, farnar voru 10 ferðir á dag og 100 kg. flutt á
hestinum í einu, alls 1 smálest á dag.
Nokkru neðar (um 90 m. y. s.), koma rauðleitar
1) Til samanburðar skal þess getið, að i sænskum kola-
námum þar sem eingöngu er unnið með handverkfærum,
losar kolhöggvarinn á dag 2—3 m.° af leirsteini og kolum.