Andvari - 01.01.1918, Page 111
Andvaril.
Um surtarbrand
69
leirmyndanir í Ijós milli basaltlaga í vestri árbakk-
anum. í leirlögum þessum er dálílið af surtarbrandi:
hefir þar áður verið tekinn upp brandur, en iagið
var þunt, svo að hætta varð við námið.
Það, sem eg sá af brandlaginu, var 5 cm. á þykt,
en brandurinn virtist vera heldur góður.
¥ ¥ •¥• ¥ ¥
Heimleiðis frá ísafjarðardjúpi fór eg yfir Þorska-
fjarðarheiði um Reykhólasveit og Geiradal, Saurbæ,
Svínadal og síðan yfir Hálsagötur og Laxárdalsheiði
til Hrútafjarðar. Spurðist eg fyrir um surtarbrands-
fundarstaði, á þessum slóðum, en eigi hafði eg tíma
til að kanna þá að þessu sinni. Eg tel hér upp staði
þessa til leiðbeiningar fyrir síðari athugendur.
1. Við Þorskafjörð kvað vera surtarbrandur í svo
kallaðri Flókavallanýpu upp af Laugalandi. Er
hann markaður á jarðfræðikort Þ. Thoroddsens.
Var mér sagt, að brandurinn lægi þar mun
lægra en í Skírdalsbrún.
2. í Skírdalsbrún upp af Barmahlíð er gamalkunn-
ur surtarbrandsfundarstaður1). Hæð lagsins y. s.
er á að gizka 350 m. Oddur héraðslæknir Jóns-
son á Miðhúsum skýrði mér frá, að hann hefði
einnig fundið þar leirflögur með blaðmótum.
3. Síðastliðið sumar fanst að sögn dálítið af surtar-
brandi framarlega í Bæjardal upp af Bæ í Króks-
firði. Þar hefir eigi fyrr fundist brandur.
4. Upp á Múlahyrnu, hjá Gilsfjarðarmúla, hafa
fundist surtarbrandsflögur meira en 300 m. hátt
y. s. Þessa fundarstaðar hefir eigi fyrr verið get-
1) Olavius: Oeconomisk Reyse, 653.