Andvari - 01.01.1918, Qupperneq 115
Andvari].
Siðaskiftaræða
73
að í nafni hans, er talinn var jarl Krists og um-
boðsmaður hér á jörðu, var mönnum seld fyrir pen-
inga fyrirgefning synda þeirra, einnar eða allra, um
lítinn tíma eða jafnvel alla æfi, og menn þannig
leystir undan siðalögmáli guðs fyrir gull og silfur.
Lúther greiddi höggið með rögg og höggstaðurinn
var svo góður, að ekki var unt að skjóta skildi fyrir.
Bæði guðs orð og öll óbrjáluð skynsemi og sam-
vizka var hans megin, enda varð höggið aflátssöl-
unni að bana. Hún féll og hefir aldrei risið upp
aftur í þeim ham.
En deilunni var eigi þar með lokið. Fleira þurfti
að falla en aflátssalan ein. Kenning Jesú þurfti aftur
að koma í ijós ómeinguð í öllum greinum. Öðru
megin í þeirri baráttu stendur páfinn með öllum sin-
um herskörum, ríkum kirkjuhöfðingjum, hálærðum
guðfræðingum og fávísum, þrælkúguðum og lítil-
sigldum almúga, og ber fyrir sig vald sitt af guði
þegið og kenningar, fyrirmæli og skilning liðinna
alda. En hinumegin slendur Lúther og bar fyrir sig
guðs orð í heilagri ritningu, samvizku síúa og heil-
brigða skynsemi. Einn síns liðs og óstuddur af mönn-
um lýsir hann því yfir í lieyranda hljóði á ríkis-
þinginu mikla í Worms frammi fyrir dómstóli keis-
arans sjálfs, að hann ætli að fylgja sannfæringu
sinni og samvizku, hvað sem í móti komi. Fessi
einfalda játning, borin fram með einurð og auðmýkt
í senn, af fátæklegum, veiklulegum einstæðings munki,
hefir gert stórkostleg straumhvörf í sögu mannkyns-
ins. Það sagði stórvitur maður 300 árum síðar, að
það augnablik, er Lúther mælti þau orð, sé stærsta
sögulega augnablikið á síðari öldum. Alt þangað til
var það heimtað af hverjum manni, ef hann vildi