Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 116
74
Siðaskiftaræða
[Andvari.
samneyti eiga með krislnum mönnum hér í heimi
og von guðs náðar í öðru lífi, að hann beygði ský-
laust og skilyrðislaust sannfæringu sina og samvizku
fyrir boði og banni kirkjunnar í öllum trúarefnum
og siðferðis. Ef hann gerði það, þá mátti reiða hann
sig á, að sálu hans væri borgið, annars átti hún
enga von. Kirkjan var móðirin, fólkið alt ófullveðja
óvitar, ábyrgðarlausir í skjóli hennar, öll framsókn-
arþrá lömuð, heft hver sjálfstæð hugsun, samvizku-
frelsi ekki til. Með játningu sinni rís Lúther önd-
verður móti þessari kenningu og kröfu. Dómstóli
guðs í samvizku sinni ber hverjum manni að lúta.
Hann er æðri en dómsorð páfa og allra manna, svo
sannarlega sem framar ber að hlýða guði en mönn-
um. Hver maður verður sjálfur að bera ábyrgð á
sálu sinni frammi fyrir guði. Ábyrgð annars manns
kemur þar að engu haldi, þar þarf engan meðal-
gangara, þar kemst enginn meðalgangari að, nema
frelsarinn einn. Leikir menn og lærðir, vitrir og fá-
vísir eiga jafnt aðgang að föðurfaðmi guðs. Þar
kemst enginn maður í milli. Sáluhjálp þín er einka-
mál þitt við guð. Þú ert fullveðja, þú ert frjáls, en
ber þá líka ábyrgðina sjálfur á því, hvernig þú not-
ar frelsi þitt, hjá því kemst enginn maður.
Það er eigi unt að skýra í stuttu máli, hverjar af-
leiðingar þessi kenning Lúthers hlaut að hafa fyrir
mannlíf og mannfélag, ef henni hefði verið framfylgt
út í yztu æsar. Hér skal að eins bent á tvent. Sam-
vizkan var sett í hásæti; ekkert mannlegt vald hefir
rétt til að misbjóða henni. Kirkja og kennimenn eiga
að fræða, laða og leiða, en ekki drotna né bjóða.
Valdboðin trú, sem þú játar af því að þú þorir ekki ann-
að, hvort sem er af hræðslu við guð eða menn, hún